Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2023 13:48 Útskrift Guðrúnar Helgu er nú í hættu þar sem hún fær ekki lán frá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í skólanum. Aðsend Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess. Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan sótti Guðrún um námslán í gegnum Menntasjóð námsmanna. Hún segir að þá hafi sjóðurinn sagt við sig að hún geti fengið lán fyrir öllum skólagjöldunum. Það hafi svo komið í ljós fyrir nokkrum vikum síðan að hún er búin með kvótann sinn. Hún fái því ekki lán fyrir síðasta árinu í skólanum. „Ef ég borga ekki það ár þá get ég ekki útskrifast,“ segir Guðrún í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en DV vakti athygli á máli hennar á dögunum. Guðrún segist hafa sent alls konar spurningar á Menntasjóð til að finna út úr því hvernig hún geti greitt fyrir síðasta árið, hvort hún geti fengið styrk eða eitthvað slíkt. „Vegna þess að námið mitt er ekki kennt á Íslandi og í raun engin leið til að stunda það öðruvísi en að fara til Bretlands eða Bandaríkjanna.“ Hún kom þó að lokuðum dyrum hjá stofnuninni. „Það kemur ekki til greina, það er ekkert í boði fyrir nám sem er ekki kennt á Íslandi. Ekki styrkir og í rauninni engar útskýringar heldur.“ Fleiri hafi verið í sömu stöðu Guðrún segir að Menntasjóður námsmanna láni námsmönnum sem stunda nám erlendis í mesta lagi sex milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Námið hennar sé dýrara en það en hún hafi sagt sjóðnum það þegar hún sótti um að fá lánið. „Þau samþykktu það í byrjun,“ segir Guðrún en nú sé það komið upp á daginn að kvótinn sé búinn. Guðrún er ekki sú eina sem hefur verið í þessari stöðu. „Það er ein stelpa sem hafði samband við mig og hún lenti í þessu nákvæmlega sama fyrir sex árum síðan. Mér finnst alveg ótrúlegt að eftir sex ár er þetta alveg eins og ekkert búið að breytast,“ segir hún. „Fólk er endalaust að lenda í þessu.“ Þá segir Guðrún að upphæðin sem hún sótti um að fá sé einungis fyrir skólagjöldunum. „Ég fæ ekkert til að borga leigu, mat eða neitt,“ segir hún. „Það er bara þannig, ég veit það alveg og er að vinna í því. En ef þau gætu bara borgað skólagjöldin, það er það eina sem ég bið um.“ Þar sem Guðrún fær ekki lán fyrir skólagjöldunum þarf hún að safna sjálf fyrir kostnaðinum við síðasta árið. Hún hefur sett af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe til þess.
Skóla - og menntamál Bretland Íslendingar erlendis Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira