„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 12:00 Orri Steinn kveðst ekkert yfir sig hrifinn af því að mæta föður sínum. Vísir Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Orri Steinn segir gaman að koma heim til Íslands en aðstæðurnar séu þó óvenjulegar. „Þetta er bara mjög fínt. Þetta er öðruvísi tilfinning núna, það er alltaf gott að koma heim en það er aðeins öðruvísi að vera mættur á hótel að spila á móti íslensku liði en annars bara mjög gott.“ Ætla að vinna báða leiki Leikmenn FCK komi þá vel stemmdir inn í verkefnið og ákveðnir í að vinna báða leikina tvo, þann fyrri í kvöld og þann síðari á Parken í Kaupamannahöfn eftir viku. „Við erum vongóðir um að ná góðum úrslitum og mjög ákveðnir í að taka þessa tvo leiki, vinna þá báða, og tryggja okkur áfram í næstu umferð.“ segir Orri sem segir standið gott á hópnum sem keppti ekki sinn fyrsta keppnisleik á tímabilinu fyrr en um helgina þar sem liðið vann Lyngby 2-1. „Standið er bara mjög gott. Við fórum í gegnum gott undirbúningstímabil í Austurríki og við erum allir í mjög góðu formi. Það er auðvitað aðeins öðruvísi að Blikarnir séu á miðju tímabili en við höfum verið að æfa í heitara umhverfi og getum nýtt það til að hlaupa meira,“ segir Orri Steinn. Klippa: Ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba Þekkir Blikaliðið betur en aðrir En hvaða hættur ber að varast hjá Breiðabliksliðinu? „Ég þekki auðvitað Breiðabliksliðið aðeins betur en hinir, hvað þeir eru góðir á boltann. Hraðinn hjá Jasoni Daða og Gísla Eyjólfs og gæði þeirra á boltann. Svo eru þeir mjög sterkir varnarlega með Damir og Höskuld alla þessa góðu leikmenn þar á bakvið,“ segir Orri Steinn. Ekki spenntur fyrir því að mæta föður sínum Orri Steinn segist þekkja Blikaliðið betur en liðsfélagar sínir sem er ekki aðeins vegna þjóðernis hans heldur er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, faðir Orra. Orri segir sérkennilegt að mæta föður sínum. „Það er öðruvísi en við höfum nú gert það einu sinni áður í Portúgal. Núna er þetta kannski aðeins annað í Meistaradeildinni. Þetta er einstök tilfinning,“ segir Orri Steinn sem segir samskiptin milli þeirra feðga í aðdraganda leiks hafa verið hefðbundin. Hann sé þó ekkert sérstaklega hrifinn af því að keppa við hann. „Þau hafa bara verið, eins og hann sagði í dag, eins eðlileg og þau geta verið. Við erum bara spenntir að sjá hvorn annan. Það er það mikilvægasta. Það er ekkert sérstaklega gaman að vera að mæta pabba, ég er ekki mjög hrifinn af því,“ „Ég er mikill fjölskyldumaður sjálfur og elska hann meira en allt. Núna verðum við að vera óvinir í 90 mínútur, því miður,“ segir Orri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Íslenski boltinn Danski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira