Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 22:31 Jason Daði skoraði fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri á Shamrock Rovers í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Diego „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00