Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:00 Marcel Sabitzer í leik með Manchester United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum. Hinn 29 ára gamli Sabitzer var á láni hjá Manchester United í Englandi á síðustu leiktíð. Enska félagið ákvað að festa ekki kaup á honum en ljóst var að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Bayern. Marcel Sabitzer joins Borussia Dortmund on a contract until June 30, 2027 pic.twitter.com/nlc1lLcLZ5— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 24, 2023 Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til silfursliðs þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir 19 milljónir evra (2,8 milljarða íslenskra króna). Skrifar hann undir samning til ársins 2027. „Get ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins og klæðast treyju Dormtund. Samræðurnar við Dortmund voru frábærar og sýndu fram á hversu metnaðarfullt félagið er. Ég vill leggja mitt að mörkum og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum,“ sagði Sabitzer um skiptin. Fyrr í sumar var staðfest að portúgalski bakvörðurinn Raphaël Guerreiro hefði samið við Bayern en hann lék með Dortmund frá 2016 til 2023. Síðasta sumar festi Dortmund kaup á þýska miðverðinum Niklas Süle en sá lék með Bayern frá 2017 til 2022. Marcel Sabitzer officially moves to Borussia Dortmund from Bayern Munich and joins a list of names who have switched between Der Klassiker rivals in the last decade: Sabitzer Raphaël Guerreiro Robert Lewandowski Mario Götze Mats Hummels Niklas Süle pic.twitter.com/k6RTdaBboG— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Sabitzer er margreyndur landsliðsmaður sem á að baki 71 A-landsleik fyrir Austurríki. Hann gekk í raðir Bayern sumarið 2021 frá RB Leipzig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Sabitzer var á láni hjá Manchester United í Englandi á síðustu leiktíð. Enska félagið ákvað að festa ekki kaup á honum en ljóst var að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Bayern. Marcel Sabitzer joins Borussia Dortmund on a contract until June 30, 2027 pic.twitter.com/nlc1lLcLZ5— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 24, 2023 Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til silfursliðs þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir 19 milljónir evra (2,8 milljarða íslenskra króna). Skrifar hann undir samning til ársins 2027. „Get ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins og klæðast treyju Dormtund. Samræðurnar við Dortmund voru frábærar og sýndu fram á hversu metnaðarfullt félagið er. Ég vill leggja mitt að mörkum og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum,“ sagði Sabitzer um skiptin. Fyrr í sumar var staðfest að portúgalski bakvörðurinn Raphaël Guerreiro hefði samið við Bayern en hann lék með Dortmund frá 2016 til 2023. Síðasta sumar festi Dortmund kaup á þýska miðverðinum Niklas Süle en sá lék með Bayern frá 2017 til 2022. Marcel Sabitzer officially moves to Borussia Dortmund from Bayern Munich and joins a list of names who have switched between Der Klassiker rivals in the last decade: Sabitzer Raphaël Guerreiro Robert Lewandowski Mario Götze Mats Hummels Niklas Süle pic.twitter.com/k6RTdaBboG— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Sabitzer er margreyndur landsliðsmaður sem á að baki 71 A-landsleik fyrir Austurríki. Hann gekk í raðir Bayern sumarið 2021 frá RB Leipzig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu