Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 15:24 Jeff Clemmensen (t.v.) og Daníel Geir Moritz unnu gott dagsverk í gær. Vilborg Stefánsdóttir Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri. Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri.
Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira