Þjálfari Hollands drullar yfir æfingaaðstöðu liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 13:31 Jonker er ekki sáttur. EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI Andries Jonker, þjálfari hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er allt annað en sáttur með æfingaaðstöðu liðsins í Nýja-Sjálandi þar sem heimsmeistaramótið fer nú fram. Holland hefur leik á morgun, sunnudag, þegar liðið mætir Portúgal í leik sem mun að öllum líkindum ákvarða hvort liðið fer með Bandaríkjunum upp úr E-riðli. Jonker telur ekki að aðstæðurnar sem Holland æfir við muni hjálpa liðinu. „Þegar við komum hingað á miðvikudag hugsaði ég með mér að við myndum ekki æfa hér. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar yfir því að æfa á krikketvelli. Var okkur lofað hinu og þessu en það var ekki staðið við það. Við erum mjög óánægðar og reiðar.“ Netherlands head coach Andries Jonker says his side s #FIFAWWC training facilities in New Zealand fit with amateurism of the highest order .More from @bosherL https://t.co/rIBigb6XAo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 21, 2023 Þjálfarinn hafði áður kvartað yfir því að æfingaaðstaða liðsins væri Bay Oval-krikket völlurinn. Er hann með hörðum „krikket-ferningi“ í miðjunni. „Við viljum eiga góðan leik gegn Portúgal, við viljum að undirbúningurinn sé sem bestur og að við getum þannig átt gott mót þar sem við teljum okkur vera með topplið. Þetta passar ekki við það. Þetta er eins og áhugamennska af verstu gerð.“ „Við getum æft ýmislegt en að spila 11 gegn 11 er ekki hægt,“ sagði Jonker og átti þar við ferninginn í miðju vallarins. Jonker sagði að í raun væru tveir hlutir í stöðunni. Liðið gæti farið degi fyrr til Dunedin þar sem það mætir Portúgal en þá þarf að endurskipuleggja ferðina frá A til Ö. Panta nú flug, bóka ný hótel og því um líkt. Þá gæti liðið keyrt til Hamilton en það er 90 mínútna akstur í báðar áttir. „Við værum á ferðinni frá 10 um morguninn til 18 um daginn fyrir eina æfingu,“ sagði þjálfarinn að endingu. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Holland hefur leik á morgun, sunnudag, þegar liðið mætir Portúgal í leik sem mun að öllum líkindum ákvarða hvort liðið fer með Bandaríkjunum upp úr E-riðli. Jonker telur ekki að aðstæðurnar sem Holland æfir við muni hjálpa liðinu. „Þegar við komum hingað á miðvikudag hugsaði ég með mér að við myndum ekki æfa hér. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar yfir því að æfa á krikketvelli. Var okkur lofað hinu og þessu en það var ekki staðið við það. Við erum mjög óánægðar og reiðar.“ Netherlands head coach Andries Jonker says his side s #FIFAWWC training facilities in New Zealand fit with amateurism of the highest order .More from @bosherL https://t.co/rIBigb6XAo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 21, 2023 Þjálfarinn hafði áður kvartað yfir því að æfingaaðstaða liðsins væri Bay Oval-krikket völlurinn. Er hann með hörðum „krikket-ferningi“ í miðjunni. „Við viljum eiga góðan leik gegn Portúgal, við viljum að undirbúningurinn sé sem bestur og að við getum þannig átt gott mót þar sem við teljum okkur vera með topplið. Þetta passar ekki við það. Þetta er eins og áhugamennska af verstu gerð.“ „Við getum æft ýmislegt en að spila 11 gegn 11 er ekki hægt,“ sagði Jonker og átti þar við ferninginn í miðju vallarins. Jonker sagði að í raun væru tveir hlutir í stöðunni. Liðið gæti farið degi fyrr til Dunedin þar sem það mætir Portúgal en þá þarf að endurskipuleggja ferðina frá A til Ö. Panta nú flug, bóka ný hótel og því um líkt. Þá gæti liðið keyrt til Hamilton en það er 90 mínútna akstur í báðar áttir. „Við værum á ferðinni frá 10 um morguninn til 18 um daginn fyrir eina æfingu,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira