Tvö burðardýr fá þunga dóma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 14:38 Dómar eru óvenju harðir í fíkniefnamálum á Íslandi en óvenju vægir í ofbeldis og auðgunarbrotamálum. Vísir/Vilhelm Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira