Tvö burðardýr fá þunga dóma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 14:38 Dómar eru óvenju harðir í fíkniefnamálum á Íslandi en óvenju vægir í ofbeldis og auðgunarbrotamálum. Vísir/Vilhelm Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira