Mikil fækkun fíknifanga í íslenskum fangelsum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 07:46 Árum saman hefur Ísland skorið sig úr hvað hátt hlutfall fíknifanga varðar. Vísir/Vilhelm Aðeins 26,7 prósent fanga sátu inni fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Ári áður var hlutfallið 37,4 prósent og um 60 prósent um aldamótin. Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi. Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira