Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2017 22:15 Tupac og Madonna voru par á hátindi ferla sinna á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira