Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. júlí 2017 22:15 Tupac og Madonna voru par á hátindi ferla sinna á tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. Í bréfi sem rapparinn sendi söngkonunni segir hann að samband með svörtum manni gæti haft góð áhrif á hennar feril en ollið aðdáendum hans vonbrigðum. Bréfið, sem er dagsett 15. janúar 1995 sendi Tupac þegar hann sat í fangelsi fyrir kynferðisofbeldi 18 mánuðum áður en hann var myrtur. Madonna og Tupac voru þá bæði á hátindi ferils síns og er bréfið nú á uppboði með byrjunartilboð upp á 100 þúsund dollar eða tæpar 10,5 milljónir íslenskra króna. „Að þú sjáist með svörtum manni hefur engine slæm áhrif á feril þinn, ef eitthvað myndi það láta þig virðast þeim mun meira spennandi,“ skrifaði Tupac. „En fyrir mig, að minnsta kosti var þá þá skoðun mín, að með því myndi ég skaða ímynd mína og valda því fólki sem kom mér á toppinn vonbrigðum.”Ungur og reynslulaus „Eins og þú sagðir þá hef ég ekki verið þér sá vinur sem ég er fær um að vera,” skrifaði rapparinn og bætti við “Ég ætlaði aldrei að særa þig.“ Báðir foreldrar Tupac voru meðlimir Svörtu Pardusanna, sem börðust fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum á síðustu öld. Hann sagði að orð Madonnu um að hún væri „farin að betrumbæta alla rapparanna og körfuboltaleikmennina” hefðu sært hann. „Þau orð ristu mig djúpt þar sem ég hafði aldrei vitað af því að þú hefðir verið með öðrum röppurum en mér,” skrifaði Tupac. Hann sagðist hafa í hugsunarleysi og reiði sagt hluti um söngkonuna sem hann sæi eftir. Hann hafi verið ungur maður, með takmarkaða reynslu, í sambandi með einu frægasta kyntákni veraldar. „Sú reynsla kenndi mér að taka engu sem gefnu í lífinu,” skrifaði Tupac í lok bréfsins og bætti við hjarta. Tupac var myrtur þann 7. September árið 1996 í Las Vegas, þá 25 ára að aldri. Bréf hans til Madonnu verður á uppboði á Gotta Have Rock and Roll uppboðinu sem verður haldið dagana 19.-28. júlí.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira