Íslendingar í aðalhlutverki þegar Norrköping kynnti Ísak Andra til leiks með frábæru myndbandi Smári Jökull Jónsson skrifar 18. júlí 2023 19:09 Ísak Andri er orðinn leikmaður IFK Norrköping. Vísir/Hulda Margrét IFK Norrköping hefur staðfest Ísak Andra Sigurgeirsson sem nýjan leikmann félagsins. Í kynningarmyndbandi liðsins á Twitteru er Ísland og Íslendingar í aðalhlutverki. Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“ Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“
Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira