Íslendingar í aðalhlutverki þegar Norrköping kynnti Ísak Andra til leiks með frábæru myndbandi Smári Jökull Jónsson skrifar 18. júlí 2023 19:09 Ísak Andri er orðinn leikmaður IFK Norrköping. Vísir/Hulda Margrét IFK Norrköping hefur staðfest Ísak Andra Sigurgeirsson sem nýjan leikmann félagsins. Í kynningarmyndbandi liðsins á Twitteru er Ísland og Íslendingar í aðalhlutverki. Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“ Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ísak Andri væri á leið til IFK Norrköping og sænska félagið hefur nú staðfest komu hans. Fyrir hjá félaginu eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Andri Lucas Guðjohnsen en fjölmargir Íslendingar hafa leikið með Norrköping í gegnum tíðina. Það kemur því kannski lítið á óvart að Norrköping hafi nýtt sér Íslandstenginguna í myndbandinu sem félagið birti á samfélagsmiðlum þegar það kynnti Ísak Andra til leiks. Välkommen, Ísak Andri Sigurgeirsson Läs mer om vår nya islänning https://t.co/5ch8Z83TQP #ifknorrköping pic.twitter.com/FWwxris3Ht— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Í myndbandinu er Arnór Ingvi í stóru hlutverki þar sem hann fer yfir sögu Íslendinga hjá félaginu. Í myndbandinu sést Arnór Ingvi sjálfur skoraði markið sem tryggði liðinu sænska meistaratitilinn árið 2015, þar glittir í Arnór Sigurðsson og Stefán Þórðarson sem er í hálfgerðri guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa leikið með því á sínum tíma. Yfirskrift myndbandsins er „Hér í Norrköping verða Íslendingar að goðsögnum“ og hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Här i Norrköping blir islänningar legendarer. #ifknorrköping pic.twitter.com/yk2ngy29ds— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) July 18, 2023 Samningur Ísaks Andra er út tímabilið 2026. Í viðtali við heimasíðu Norrköping segist Ísak Andri að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma til Svíþjóðar og koma sér í gang með félaginu. „Þetta er búið að vera mitt besta tímabil hingað til. Ég er búinn að skora fimm mörk og gefa níu stoðsendingar í 27 leikjum með Stjörnunni, og samtals 13 mörk og stoðsendingar á þessu tímabili.“ „Ég vissi ýmislegt um félagið og hef lesið eitthvað sömuleiðis. Ég þekki nokkra aðra Íslendinga sem hafa spilað fyrir liðið og allir segja það sama, að borgin og allt í kringum félagið sé frábært. Tilfinningin er góð að flytja hingað,“ bætir Ísak Andri við. Hann vonast til að vera fljótur að aðlagast hlutunum í nýrri deild og nýju landi. „Ég vona að ég geti komið hingað til Norrköping og orðið hluti af liðinu strax. Mig langar að gera það sama í Norrköping og ég hef gert á Íslandi.“
Sænski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira