Fótbolti

Cristiano Ronaldo: Evrópski boltinn hefur misst mikil gæði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo að kvarta í dómara leiksins þegar hann mætti á Laugardalsvöll fyrr í sumar.
Cristiano Ronaldo að kvarta í dómara leiksins þegar hann mætti á Laugardalsvöll fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi spila kannski í sitthvorri heimsálfunni en metingurinn heldur áfram, að minnsta kosti Ronaldo megin.

Þetta hefði kannski verið sérstök fullyrðing fyrir rúmu ári síðan en það hefur mikið breyst á síðustu mánuðum.

Ronaldo, sem er framhherji Al Nassr, segir að sadí-arabíska deildin sé betri en bandaríska MLS-deildin og að hann sjálfur hafi engin plön um að spila í Bandaríkjunum eða snúa aftur til Evrópu.

„Deildin í Sadí-Arabíu er betri en MLS. Ég opnaði leiðina inn í sádí-arabísku deildinni og nú eru allir leikmennirnir að koma hingað,“ sagði Ronaldo.

Það er mikið til í þeirri fullyrðingu. Karim Benzema, Marcelo Brozovic, N'Golo Kante og Roberto Firmino hafa allir samið við lið þar og sádí-arabísku liðin hafa einnig keypt marga öfluga leikmenn, flesta enn á sínum besta fótboltaaldri.

„Eftir eitt ár munu fleiri og fleiri leikmenn koma til Sádí-Arabíu. Eftir ár þá mun deildin hér vera orðin betri en deildirnar í Tyrklandi og Hollandi,“ sagði Ronaldo.

Hinn 38 ára gamli Ronaldo er nú að leiðinni inn í sitt fulla tímabil með Al Nassr en hann kom þangað í janúar síðastliðnum.

„Ég er hundrað prósent viss um að ég fari ekki aftur til liðs í Evrópu. Ég er orðinn 38 ára og evrópski fótboltinn hefur misst mikil gæði. Það eina alvöru og markataka deildin er enska úrvalsdeildin. Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum deildum,“ sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×