Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 22:30 Kona heldur dagblaði yfir sér til að skýla sér frá sólinni í miðborg Los Angeles í dag. AP Photo/Damian Dovarganes Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú. Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú.
Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?