Enski boltinn

Timber orðinn leikmaður Arsenal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jurrien Timber er orðinn leikmaður Arsenal.
Jurrien Timber er orðinn leikmaður Arsenal. Vísir/Getty

Arsenal hefur staðfest kaupin á Hollendingnum Jurrien Timber frá Ajax. Timber skrifar undir fimm ára samning við Skytturnar.

Kaupin Arsenal á Timber hafa legið í loftinu í töluverðan tíma en voru ekki staðfest fyrr en nú eftir hádegið. Timber er uppalinn hjá Ajax og hefur leikið 160 leiki fyrir félagið á ferli sínum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Þá á hann að baki 15 landsleiki fyrir hollenska landsliðið og byrjaði fjóra af fimm leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu í Katar í lok síðasta árs.

Samningur Timber við Arsenal er til fimm ára en hann er varnarmaður sem getur bæði leikið sem hægri bakvörður og miðvörður. Arsenal borgar samtals 38 milljónir fyrir Hollendinginn, 34 milljónir núna strax og afganginn eftir að ákveðnum áföngum er náð. 

Timber er annar leikmaðurinn sem Arsenal festir kaup á í sumar en Kai Havertz kom á dögunum frá Chelsea. Þá er gert ráð fyrir að kaupin á Declan Rice gangi í gegn en West Ham gaf Arsenal frest þar til í dag að klára pappírsvinnuna sem lögfræðingar Arsenal hafa setið yfir síðustu daga. 

Rice verður dýrasti enski leikmaðurinn frá upphafi gangi kaupin eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×