Innlent

Er­lendum ríkis­borgurum fjölgað um níu prósent frá í desember

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Upplýsingarnar byggja á skráningum fólks í Þjóðskrá.
Upplýsingarnar byggja á skráningum fólks í Þjóðskrá. Vísir/Vilhelm

Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 18 prósent landsmanna og hefur hlutfallið aukist að um rúmt prósent á ári undanfarin fimm ár.

Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 43,4% frá 1. desember 2022 og voru í byrjun mánaðarins alls 3.247 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá, sem er fjölgun um 982 Úkraínumenn frá því í desember. 

Sömuleiðis hefur orðið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Rúmeníu eða um 14,7% sem eru 534 einstaklingar á umræddu tímabili og eru nú 4.157 einstaklingar með rúmenskt ríkisfang búsettir hér á landi. Þá fjölgaði fólki frá Víetnam um 141 frá í desember eða um fjórðung.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.677 einstaklinga eða um 7,2% og eru pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi nú 24.973 samtals.

Einnig er áhugavert að skoða hlutfallslega fjölgun frá 1. desember 2022 til 1. júlí, þar ber að nefna að hlutfallslega fjölgun frá Belarús er 46,7% sem er fjölgun um 14 einstaklinga og hlutfallsleg fjölgun frá Palestínu er 39,4% sem er fjölgun um 122 einstaklinga.

Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.062 einstaklinga eða um 0,3%



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×