Stefnir í verkfall Hollywood leikara Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 08:58 Meryl Streep er meðal stórleikara sem hafa sagt að þau styðji verkfallsaðgerðir. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samninganefnd verkalýðsfélags leikara í sjónvarpi og útvarpi, sem í eru 160 þúsund leikarar, hafi lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða. Stjórn félagsins mun svo taka ákvörðun um það síðar í dag og eru allar líkur á að það verði samþykkt. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Haft er eftir Fran Drescher, forseta félags leikara, að félagið hafi ekki mætt raunverulegum samningsvilja af hálfu viðsemjenda sinna. Ekki sé annað í stöðunni en að grípa til verkfallsaðgerða. Áður hafa nokkrir stórleikarar líkt og Meryl Streep, Glenn Close, Jennifer Lawrence, Bob Odenkirk og Mark Ruffalo gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast styðja verkfallsaðgerðir. Handritshöfundar í Hollywood hófu sínar verkfallsaðgerðir þann 2. maí síðastliðinn. Ekki er útlit fyrir að þeim aðgerðum ljúki í bráð, að því er segir í umfjöllun Guardian. Mun verkfall leikara og handritshöfunda hafa víðtæk áhrif á efnahag Los Angeles borgar og víðar. Í umfjöllun Guardian kemur fram að verkfallið muni þegar í stað hafa áhrif á markaðsstarf kvikmynda sem koma út í sumar. Þannig hafi heimsfrumsýningu Oppenheimer kvikmyndarinnar í leikstjórn Christopher Nolan sem fram fer í London í kvöld þegar verið flýtt um klukkustund. Þá gæti svo farið að Emmy verðlaunum verði frestað fram á vetur en þau eiga að fara fram í september.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira