Innlent

Hnífa­maður gengur enn laus

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku.
Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Maður sem stakk annan mann á Lauga­vegi í mið­borg Reykja­víkur í byrjun síðustu viku er enn ó­fundinn. Lög­regla segir það ó­venju­legt en vill ekki gefa upp nánari upp­lýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rann­sókn lög­reglu á mann­drápi á skemmti­staðnum Lúx langt komin.

Ei­ríkur Val­berg, lög­reglu­full­trúi mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Vísi að leit standi enn yfir að manninum. Hann vill ekki gefa upp nánari upp­lýsingar um leitina vegna rann­sóknar­hags­muna.

Áður hefur komið fram að maðurinn hafi stungið annan á Lauga­vegi í mið­borg Reykja­víkur að­fara­nótt þriðju­dagsins 4. júlí síðast­liðinn. Sá sem varð fyrir á­rásinni var fluttur á gjör­gæslu­deild Land­spítalans. Að sögn Ei­ríks er líðan hans góð en hann gat ekki stað­fest hvort maðurinn væri kominn af spítala.

Áður hefur Grímur Gríms­son yfir­lög­reglu­þjónn sagt í sam­tali við Vísi að lög­regla muni kanna hvort lýst verði eftir manninum ef leit ber ekki árangur. Ei­ríkur vill ekki gefa upp hvort hringurinn hafi þrengst undan­farna daga.

Rann­sókn á mann­drápi á Lúx nær lokið

Rann­sókn lög­reglu á and­láti karl­manns á þrí­tugs­aldri sem lést í kjöl­far höfuð­höggs á skemmti­staðnum Lúx í Austur­stræti í júní er mjög langt komin að sögn Ei­ríks.

Hinum grunaða í málinu, sem er Ís­lendingur á þrí­tugs­aldri, var sleppt úr haldi í lok síðasta mánaðar. Hann hefur hins vegar enn réttar­stöðu sak­bornings. Ei­ríkur segir lög­reglu bíða eftir endan­legri niður­stöðu krufningar.

Hann vill ekki gefa upp fjölda vitna sem lög­regla ræddi við í tengslum við málið. Hann segir þó að um tölu­verðan fjölda hafa verið að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×