Innlent

Enn ó­fundinn eftir hnífs­tungu­á­rás á Lauga­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla vill ekki gefa frekari upplýsingar um staðsetningu árásarinnar en þá að hún hafi átt sér stað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur.
Lögregla vill ekki gefa frekari upplýsingar um staðsetningu árásarinnar en þá að hún hafi átt sér stað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í mið­bæ Reykja­víkur þar síðustu nótt er enn ó­fundinn. Á­rásin átti sér stað á Lauga­vegi í mið­borginni en sá sem varð fyrir á­rásinni er á bata­vegi á Land­spítala.

Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar, segir í sam­tali við Vísi það ekki al­gengt að slíkan tíma taki lög­reglu að hafa hendur í hári ger­enda í slíkum málum. Það komi þó fyrir.

„Við erum á þeim stað í rann­sókn málsins þar sem við erum að afla gagna,“ segir Grímur sem segir lög­reglu að því loknu kanna þann mögu­leika hvort lýst verði eftir á­rásar­manninum í fjöl­miðlum.

Hann segir lög­reglu hafa rætt við þrjú vitni í tengslum við málið en vill ekki gefa upp hve margir urðu vitni að á­rásinni. Á­rásin hafi átt sér stað á Lauga­vegi í mið­borginni en Grímur vill ekki tjá sig nánar um stað­setninguna.

Hann segir líðan þess sem var stunginn vera góða og ljóst að hann hafi sloppið vel. Upp­haf­lega var maðurinn fluttur á gjör­gæslu­deild Land­spítalans. Maðurinn er enn á spítala en að sögn Gríms hefur lög­regla tekið af honum skýrslu vegna málsins. Lög­regla muni veita frekari upp­lýsingar um rann­sókn málsins þegar þær liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×