Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2023 23:07 Magnús Tumi segir sennilegt að kvikan komi hraðar upp en áður og sé gasríkari en áður. Vísir/Vilhelm Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira