Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2023 23:07 Magnús Tumi segir sennilegt að kvikan komi hraðar upp en áður og sé gasríkari en áður. Vísir/Vilhelm Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira