Juventus samþykkir árs bann frá Evrópukeppnum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Juventus mun að öllum líkindum ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á næsta ári. Vísir/Getty Juventus og Knattspyrnusamband Evrópu UEFA eru við það að ná samkomulagi um refsingu ítalska félagsins vegna brota þess á fjárhagsreglum sambandsins. Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira