Ensku strákarnir Evrópumeistarar án þess að fá á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 18:30 Leikmenn Englands fagna með þjálfara sínum, goðsögninni Lee Carsley. Sam Barnes/Getty Images England lagði Spán 1-0 í úrslitum Evrópumóts U-21 árs landsliða. Enska liðið fór í gegnum mótið án þess að fá á sig mark þökk sé James Trafford, markverði liðsins, en hann varði vítaspyrnu í sigri dagsins. Leikurinn fór fram á Adjarabet-vellinum í Georgíu þar sem mótið var spilað. Fyrir leik var erfitt að átta sig á hvort liðið væri sigurstranglegra en vörn vinnur titla og England hafði ekki enn fengið á sig mark. England win the U21 Euros after beating Spain 1-0.They won all six of their games without conceding a single goal in the tournament pic.twitter.com/ZsI18uERqq— B/R Football (@brfootball) July 8, 2023 Það mátti sjá að um úrslitaleik væri að ræða en bæði lið fengu fjölmörg gul spjöld í dag. Það var hins vegar England sem braut ísinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Curtis Jones, leikmaður Liverpool, skoraði eftir sendingu frá Cole Palmer, leikmanni Manchester City. Í upphafi síðari hálfleiks kom Abel Ruiz, leikmaður Braga í Portúgal, boltanum í netið og staðan orðin jöfn 1-1 en eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað markið betur var það dæmt af. Tíminn leið og England gerði hvað það gat til að halda fengnum hlut. Þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fékk Spánn vítaspyrnu. Áðurnefndur Ruiz fór á punktinn en Trafford sá við honum og tryggði Englandi sigurinn. Saved the penalty and the follow-up in the last minute of the final. Didn t concede all tournament.James Trafford for England U21s pic.twitter.com/h20BYhoOXp— B/R Football (@brfootball) July 8, 2023 Í kjölfarið á vítaspyrnunni fengu þeir Antonio Blanco og Morgan Gibbs-White báðir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem þeir voru hvorugur inn á vellinum og hafði það engin áhrif á fagnaðarlæti enskra. England stóð uppi sem Evrópumeistari U-21 árs landsliða karla án þess að fá á sig mark. Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Leikurinn fór fram á Adjarabet-vellinum í Georgíu þar sem mótið var spilað. Fyrir leik var erfitt að átta sig á hvort liðið væri sigurstranglegra en vörn vinnur titla og England hafði ekki enn fengið á sig mark. England win the U21 Euros after beating Spain 1-0.They won all six of their games without conceding a single goal in the tournament pic.twitter.com/ZsI18uERqq— B/R Football (@brfootball) July 8, 2023 Það mátti sjá að um úrslitaleik væri að ræða en bæði lið fengu fjölmörg gul spjöld í dag. Það var hins vegar England sem braut ísinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Curtis Jones, leikmaður Liverpool, skoraði eftir sendingu frá Cole Palmer, leikmanni Manchester City. Í upphafi síðari hálfleiks kom Abel Ruiz, leikmaður Braga í Portúgal, boltanum í netið og staðan orðin jöfn 1-1 en eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað markið betur var það dæmt af. Tíminn leið og England gerði hvað það gat til að halda fengnum hlut. Þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma fékk Spánn vítaspyrnu. Áðurnefndur Ruiz fór á punktinn en Trafford sá við honum og tryggði Englandi sigurinn. Saved the penalty and the follow-up in the last minute of the final. Didn t concede all tournament.James Trafford for England U21s pic.twitter.com/h20BYhoOXp— B/R Football (@brfootball) July 8, 2023 Í kjölfarið á vítaspyrnunni fengu þeir Antonio Blanco og Morgan Gibbs-White báðir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem þeir voru hvorugur inn á vellinum og hafði það engin áhrif á fagnaðarlæti enskra. England stóð uppi sem Evrópumeistari U-21 árs landsliða karla án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira