Leikmenn PSG kvarta vegna ummæla Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 22:00 Mbappé á ekki marga vini eftir í París. Vísir/Getty Images Sagan endalausa um samningsmál Kylian Mbappé er farin að hafa áhrif á leikmannahop París Saint-Germain. Sex leikmenn liðsins hafa lagt fram kvörtun vegna ummæla Mbappé nýverið. Hinn 24 ára gamli Mbappé fór í viðtal á dögunum þar sem hann sagði París Saint-Germain vera félag sem laðar að sér slúður og elur á sundrung. Framherjinn ræddi einnig frammistöðu liðsins í Meistaradeild Evrópu og sagði að þeir sem „byggðu liðið“ hefðu svörin við þeim spurningum. PSG féll úr leik eftir 3-0 tap samanlagt gegn Bayern München í 16-liða úrslitum. Six Paris Saint-Germain players have complained to club president Nasser Al Khelaifi following comments made in an interview by Kylian Mbappe.More from @peterrutzler https://t.co/I2fZxMfcvG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 8, 2023 Þetta eru hvorki leikmenn né stuðningsfólk félagsins ánægt með. Alls hafa sex leikmenn kvartað til forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi, og þá hefur stuðningsfólk PSG látið Mbappé hafa það á samfélagsmiðlum. Franski framherjinn hefur einnig sagt að hann muni spila fyrir PSG þangað til samningur hans sumarið 2024 rennur út en félagið hefur engan áhuga á að missa hann frítt. PSG mætir með mikið breytt lið til leiks á næstu leiktíð en Luis Enrique er tekinn við stjórnartaumunum af Christophe Galtier sem stýrði því aðeins í eina leiktíð. Nokkrir leikmenn, þar á meðal Lionel Messi, hafa horfið á braut á meðan nýir eru komnir inn. BREAKING: Six PSG players have contacted the president of the club to complain about comment's about the club, made by Kylian Mbappé in an interview with France Football Magazine. pic.twitter.com/xoeUKqsf8e— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2023 Milan Škriniar, Marco Asensio og Manuel Ugarte hafa allir gengið til liðs við félagið á meðan þeir Lucas Hernandez og Kang-in Lee eru við það að ganga frá samningum. Stóra spurningin er nú hvort Mbappé muni leiða línuna þegar tímabilið hefst eður ei. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Mbappé fór í viðtal á dögunum þar sem hann sagði París Saint-Germain vera félag sem laðar að sér slúður og elur á sundrung. Framherjinn ræddi einnig frammistöðu liðsins í Meistaradeild Evrópu og sagði að þeir sem „byggðu liðið“ hefðu svörin við þeim spurningum. PSG féll úr leik eftir 3-0 tap samanlagt gegn Bayern München í 16-liða úrslitum. Six Paris Saint-Germain players have complained to club president Nasser Al Khelaifi following comments made in an interview by Kylian Mbappe.More from @peterrutzler https://t.co/I2fZxMfcvG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 8, 2023 Þetta eru hvorki leikmenn né stuðningsfólk félagsins ánægt með. Alls hafa sex leikmenn kvartað til forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi, og þá hefur stuðningsfólk PSG látið Mbappé hafa það á samfélagsmiðlum. Franski framherjinn hefur einnig sagt að hann muni spila fyrir PSG þangað til samningur hans sumarið 2024 rennur út en félagið hefur engan áhuga á að missa hann frítt. PSG mætir með mikið breytt lið til leiks á næstu leiktíð en Luis Enrique er tekinn við stjórnartaumunum af Christophe Galtier sem stýrði því aðeins í eina leiktíð. Nokkrir leikmenn, þar á meðal Lionel Messi, hafa horfið á braut á meðan nýir eru komnir inn. BREAKING: Six PSG players have contacted the president of the club to complain about comment's about the club, made by Kylian Mbappé in an interview with France Football Magazine. pic.twitter.com/xoeUKqsf8e— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2023 Milan Škriniar, Marco Asensio og Manuel Ugarte hafa allir gengið til liðs við félagið á meðan þeir Lucas Hernandez og Kang-in Lee eru við það að ganga frá samningum. Stóra spurningin er nú hvort Mbappé muni leiða línuna þegar tímabilið hefst eður ei.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira