Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2023 08:01 Bruce Mwape hefur stýrt Sambíu frá árinu 2018. Tim Clayton/Getty Images Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Frá þessu er greint á The Guardian. Þar segir að FAZ, Knattspyrnusamband Sambíu, hafi beðið FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, um aðstoð vegna málsins. Einnig segir að áskanirnar á hendur Mwape séu komnar á borð FIFA. Þá er Kaluba Kangwa, þjálfari U-17 ára landsliðs stúlkna, einnig undir rannsókn. Það var í maí árið 2018 sem Mwape tók við sem landsliðsþjálfari kvenna hjá Sambíu. Tókst honum að koma liðinu á HM í fyrsta skipti í sögu þess. Knattspyrnusamband Sambíu bað FIFA um aðstoð vegna málsins í september á síðasta ári. Sambandið taldi kynferðislega misnotkun hafa átt sér stað innan raða þess og vildi aðstoð FIFA, sem og lögreglunnar í landinu, við að rannsaka málið. Mwape og Kangwa voru meðal þeirra starfsmanna sem voru rannsakaðir. Zambia women s football team head coach Bruce Mwape accused of sexual misconduct. Story by @ed_aarons and @Romain_Molina https://t.co/GaZrhLiaUG— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2023 „Ef Mwape vill sofa hjá þér verður þú að segja já. Það er talið eðlilegt að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins,“ sagði ónefndur leikmaður Sambíu í viðtali við The Guardian. Þá segir heimildarmaður The Guardian að leikmenn séu hræddar við að segja frá þar sem þeim hafi verið hótað öllu illu. Sambandið hafi svo horft í hina áttina þar sem úrslit liðsins hafi verið góð. Mwape vildi ekki svara fyrirspurn The Guardian og benti á fjölmiðlafulltrúa sambandsins. Sá vitnaði í yfirlýsingu sambandsins frá því á síðasta ári þar sem sagt var að rannsókn færi fram. Þar sagði að sambandið tæki ásökunum af þessum toga alvarlega og að FIFA sem og lögreglan ynnu að rannsókn málsins. Sambía, ein af fjórum Afríkuþjóðum á HM, leikur í C-riðli ásamt Spáni, Kosta Ríka og Japan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti