De Gea yfirgefur Man United: „Manchester verður alltaf í mínu hjarta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 14:30 David De Gea hefur verið markvörður Manchester United síðan árið 2011. Vísir/Getty David De Gea hefur birt pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn Manchester United. Þar með er endanlega komið á hreint að Spánverjinn mun spila fyrir nýtt félag á næstu leiktíð. Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“ Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira