Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys á Laugar­vatns­vegi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hluti af Laugarvatnsvegi er lokaður á meðan viðbragðsaðilar eru að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Hluti af Laugarvatnsvegi er lokaður á meðan viðbragðsaðilar eru að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Loka þurfti veginum á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi.

Laugarvatnsvegur verður lokaður frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum. Í færslu sem lögreglan á Suðurlandi birtir á Facebook-síðu sinni kemur fram að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.

Samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um mótorhjólaslys að ræða. Þá sé búið að opna aftur fyrir umferð á veginum.

Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út vegna slyssins.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×