„Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 06:46 Forstjóri Pure North segir byggð hafa breyst hratt í kringum endurvinnsluna undanfarin ár. Vísir Bæjarráð Hveragerðisbæjar harmar upplifun íbúa í Hveragerði sem hafa kvartað til ráðsins vegna lyktmengunar og plastsalla sem sagður er berast frá endurvinnslufyrirtækinu Pure North. Forstjóri endurvinnslunnar segir fyrirtækið eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og leiti sífellt leiða til að bæta starfsemi sína. Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“ Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis frá því í vikunni er Geir Sveinssyni bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Pure North vegna málsins. Tilefnið er bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns ehf. til bæjarráðsins. Hefur gluggann lokaðan Í bréfinu kemur fram að plastbrunalykt frá Pure North angri bifvélavirkjana mjög í nágrenni endurvinnslustöðvarinnar að Sunnumörk 4. Á lygnum dögum í ákveðinni vindátt eru þeir komnir með hausverk og ónot seinni hluta dags. Þeir spyrja hvað bæjaryfirvöld ætla að gera og hvort fyrirtækið sé með leyfi fyrir slíkri mengun. „Erum klárlega ekki að njóta dagsins sem er algerlega óboðlegt. Slæma daga forðast ég að vera utandyra í hverfinu,“ skrifar bifvélavirkinn. Hann kveðst hafa verið í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna málsins. Þar hafi hann fengið þau svör að margar kvartanir hafi borist vegna lyktarmengunar í hverfinu. Hefur hann eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra eftirlitsins, að hún viti af plast salla sem leggist yfir hverfið. Hún hafi bent þeim á að vísa erindinu til Hveragerðisbæjar. „Búið að fara nokkrar heimsóknir en ekkert hefur breyst. Hún segir klárt að ég eigi ekki að verða fyrir ónotum og finna plast brunalykt. Að auki segir sigrún að það sé ekkert víst að þetta sé heilsuspillandi og geti tæplega lokað fyrirtæki með svo mörgum starfsmönnum. Undarlegt álit þykir mér.“ Þá segir hann kunningja sinn og fyrirtækjaeiganda að Mánamörk í Hveragerði ekki geta haft glugga opna á norðurhlið vegna plast salla í lofti, brunalyktar og ýldulyktar. Sigurður Halldórsson segir Pure North gera sitt besta til að verða við slíkum ábendingum.Vísir/Vilhelm Vill gera betur Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, segir í samtali við Vísi, að slíkar kvartanir komi reglulega upp. Bæjarstjóri eigi enn eftir að ræða við sig en Sigurður segir fyrirtækið vilja vinna með yfirvöldum. Lykt sé hluti af starfseminni „Við höfum ekki heyrt af þessum tilteknu kvörtunum en við höfum átt í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í gegnum árin og munum gera það áfram. Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og starfsemi okkar er í stöðugri þróun.“ Sigurður segir að fyrirtækið hafi brugðist við slíkum ábendingum af festu. Til mikils sé að vinna með því að endurvinna frekar hér heima en erlendis. Pure North hafi meðal annars gert athugasemdir við að íbúabyggð yrði byggð í nágrenni við iðnaðarhverfið að Sunnumörk á sínum tíma, en ekki hafi verið hlustað á það. „Þegar við hefjum starfsemi árið 2008 þá erum við í rauninni úti í sveit. Síðan þá hefur orðið heilmikil uppbygging í kring sem getur verið erfitt.“
Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent