Dóttirin vill senda Eto’o í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 09:31 Samuel Eto’o hefur unnið að samfélagsmálum fyrir FIFA Foundation í heimalandi sínu Kamerún. Vandamál hans í dag eru hins vegar á Spáni. Getty/Maja Hitij Samuel Eto'o virðist hreinlega elta uppi vandræðin eða kannski elta vandræðin hann. Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023 Kamerún Fótbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Nú er hann kominn aftur í fréttirnar og að þessu sinni fyrir að koma illa fram við dóttur sína. Dóttir Eto'o vill senda Eto’o í fangelsi fyrir að standa ekki við skuldbindingar sína varðandi meðlagsgreiðslur. „Hann heldur áfram að brjóta lögin,“ sagði dóttirin sem heitir Erika Do Rosario Nieves og er nú 22 ára gömul. Erika kom í heiminn eftir að Eto'o var í sambandi við móður hennar þegar hann var hjá Real Madrid frá 1997 til 2000. Instagram/Sportbladet Hann afneitaði henni strax og það þurfti faðernismál fyrir dómstólum til að sanna það að hann væri í raun faðir hennar. Dómstóllinn ákvað að Eto'o þyrfti að greiða meðlag upp á 1400 evrur á mánuði fyrir síðustu fimm ár. Hann hefur ekki gert það en þetta eru um 209 þúsund krónur á mánuði. „Hann skuldar samtals níutíu þúsund evrur og heldur áfram að brjóta lögin. Erika á erfitt með að ná endum saman á meðan Eto'o lifir lúxuslífi,“ Fernando Osuna, lögfræðingur hennar. Skuldin nemur nú 13,4 milljónum íslenskra króna. Samuel Eto'o fue condenado a 22 meses de prisión por fraude fiscal. Tiene avión privado y todo tipo de coches de lujo. Ha sido condenado a reconocer a su hija Erika. Se niega a pagarle la pensión de alimentos. Esta es la realidad detrás de los endiosados futbolistas millonarios. pic.twitter.com/HJjxms8YKt— Fonsi Loaiza (@FonsiLoaiza) July 2, 2023 Eto'o hefur lýst því yfir að hann vilji ekkert með þær mæðgur gera, hvorki móðurina Adileusa eða barnið sitt. „Mér gæti ekki verið meira sama um þær. Mér er skítsama þótt að þær deyi báðar. Látið mig bara í friði,“ sagði Eto'o í viðtali við blaðamann spænska stórblaðsins Marca. Samuel Eto'o var einn besti framherji heims þegar hann var upp á sitt besta og vann marga titla á sínum ferli. Hann skilaði mestu sem framherji Barcelona þar sem hann skoraði 108 mörk í 144 leikjum en hápunkturinn eru eflaust tvö samliggjandi tímabil. Eto'o vann nefnilega þrennuna með spænska félaginu Barcelona 2008-90 og endurtók síðan leikinn með ítalska félaginu Internazionale Milan tímabilið á eftir. Eto'o starfar nú sem stjórnarformaður Knattspyrnusambands Kamerún en á sínum tíma skoraði hann 56 mörk í 118 landsleikjum fyrir Kamerún. Barcelona legend Samuel Eto'o could be facing prison time.He has refused to pay his daughter, Erika de Rosario, a monthly allowance for five years.Last year, a court in Madrid officially recognized Eto'o as the biological father of Erika.https://t.co/o7aGahuDpH— Sports Brief (@sportsbriefcom) July 4, 2023
Kamerún Fótbolti Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira