Innlent

Elli­líf­eyris­þegum með at­vinnu­tekjur fjölgaði um fimm prósent eftir hækkun frí­tekju­marksins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ellilífeyrisþegar voru 38.920 í nóvember 2022, þar af 444 á aldrinum 65-66 ára.
Ellilífeyrisþegar voru 38.920 í nóvember 2022, þar af 444 á aldrinum 65-66 ára. Vísir/Vilhelm

Þeim sem fengu greiddan ellilífeyri frá Tryggingastofnun og höfðu jafnframt atvinnutekjur fjölgaði um 5 prósent eftir að frítekjumark atvinnutekna hækkaði árið 2022.

Um var að ræða 200 einstaklinga 67 ára og eldri, þar af 132 einstaklinga 70 ára og eldri. Í síðarnefnda hópnum voru um 33 prósent konur.

Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn Viðars Eggertssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um ellilífeyri.

Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun fengu 3.949 einstaklingar greiddan ellilífeyri í nóvember 2022 sem jafnframt höfðu atvinnutekjur. 

Ellilífeyrisþegar voru 38.920, þar af 444 á aldrinum 65-66 ára.

Af þeim sem voru 67 ára eða eldri fengu aðeins 1.648 óskertan ellilífeyri, það er lífeyri án tekjuskerðingar og 3.127 sóttu um ellilífeyri í nóvember 2022 en fengu ekki greiðslur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×