National Geographic segir upp öllum fastráðnum blaðamönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:52 Hér gefur að líta síðasta eintakið af NAtional Geographic sem fastráðnir blaðamenn þess komu að áður en þeim var öllum sagt upp. AP/Jacquelyn Martin Tímaritið National Geographic hefur sagt upp síðustu fastráðnu blaðamönnum ritstjórnar sinnar og verður ekki lengur selt í bandarískum blaðsöluturnum. Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna. Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Að sögn Washington Post var nítján fastráðnum blaðamönnum National Geographic sagt upp. Tímaritið mun áfram koma út en eftirstandandi ritstjórar blaðsins munu sinna greinaskrifum ásamt blaðamönnum í lausamennsku. Þá verður sölu tímaritsins í blaðsöluturnum í Bandaríkjunum hætt en það mun vera hluti af sparnaðaraðgerðum Disney, sem á tímaritið. Áskrifendur muni enn fá eintak í pósti og einstaka útgáfur munu fara í sölu í verslunum. Fulltrúi National Geographic sagði ákvörðunina vera þátt í að leggja meiri áherslu á stafræna útgáfu en sala í blaðsöluturnum er aðeins lítill hluti af mánaðarlegri sölu tímaritsins sem er 1,8 milljónir eintaka. My new National Geographic just arrived, which includes my latest feature my 16th, and my last as a senior writer.NatGeo is laying off all of its staff writers.I ve been so lucky. I got to work w/incredible journalists and tell important, global stories. It s been an honor. pic.twitter.com/VOt6KydD5Z— Craig Welch (@CraigAWelch) June 28, 2023 „National Geographic mun halda áfram að gefa út mánaðarrit sem er helgað framúrskarandi frásögnum sem hafa menningarleg áhrif á mörgum vettvöngum. Mönnunarmál munu ekki hafa áhrif á hæfni okkar til að sinna þessari vinnu, heldur gefa okkur sveigjanleika til að segja öðruvísi sögur og mæta lesendahópi okkar hvar sem þeir eru á okkar mörgu vettvöngum. Hvers konar dylgjur um það að nýjustu breytingar hafi neikvæð áhrif á tímaritið, eða gæði frásagna okkar, eru einfaldlega rangar,” sagði í yfirlýsingu tímaritsins vegna fréttanna. Erfiðir tímar hjá fjölmiðlum Fréttirnar berast í kjölfar mikilla vandræða fjölmiðla og fjöldauppsagna í fjölmiðlaheiminum á undanförnum mánuðum. Íþróttamiðillinn ESPN sem er líka í eigu Disney greindi frá því í gær að rúmlega tuttugu íþróttafréttalýsendum yrði sagt upp í sparnaðaraðgerðum. Þeirra á meðal voru nokkur þekkt nöfn sem hafa sinnt körfuboltaumfjöllun á ESPN, þar á meðal Jeff van Gundy og Jalen Rose. Vice Media sem störfuðu þvert á miðla lýstu yfir gjaldþroti í maí á þessu ári. Fjórum árum fyrr þurfti fyrirtækið að segja upp 250 manns. Mánuði fyrr hætti Fréttablaðið útgáfu hér á landi. Það hafði gríðarleg áhrif á fjölda blaðamanna og annarra starfsmanna. Í desember á síðasta ári sagði Buzzfeed upp um tólf prósent starfsmanna sinna, næstum tvö hundruð manns. Aðeins mánuði fyrr sagði CNN í Bandaríkjunum upp mörg hundruð starfsmönnum, aðeins hálfu ári eftir að hafa hætt við útgáfu streymisveitunnar CNN+ sem leiddi til uppsagna um 350 starfsmanna.
Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira