Vilja að pólitísk ábyrgð í Íslandsbankamálinu sé skoðuð betur Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2023 12:00 Hanna Katrín segir að flokkurinn vilji helst að Katrín kalli saman þingið en að vilji hún ekki verða við beiðninni muni Viðreisn leita til meirihluta þings. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman sem fyrst vegna niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins um lögbrot við sölu Íslandsbanka. Forsætisráðherra segir ekkert tilefni fyrir þing til að koma saman. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður flokksins, segir flokkinn leita til forsætisráðherra fyrst en verði hún ekki við því geti meirihluti þings kallað eftir því að þing komi saman. Forsætisráðherra sagði að loknum fundi ráðherranefndar að hún sjái enga ástæðu til að kalla þing saman. „Við teljum að þessi skýrsla, niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, sem sýnir alvarlegt lögbrot við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka kalli á það að upphafleg beiðni stjórnarandstöðunnar um sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á þessu máli, verði sett á laggirnar núna.“ Hanna segir stjórnvöldum hafa mistekist að gæta að hagsmunum almennings í þessu máli og að þótt svo að tvær skýrslur séu komnar um málið, frá Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitinu, taki þær báðar til afmarkaðs hluta sölunnar. „Við þurfum að klára þessa athugun núna með því að líta til hinnar pólitísku ábyrgðar og skoða aðkomu stjórnvalda og fjármálaráðherra, handhafa eignarinnar, áður en við getum sett punktinn fyrir aftan þetta leiðindamál.“ Í áfalli yfir þessu máli Spurð hvort hún telji meira eiga eftir að koma fram þar segir Hanna Katrín að hún geti ekkert fullyrt um það en að það sem alvarlegra sé að hún geti ekki fullyrt að svo sé ekki. Það vanti púsl í myndina og að aftur sé komin staðfesting á því, með skýrslu Fjármálaeftirlitsins núna. „Ég man ekki betur en að stjórnvöld hafi verið fyrir örfáum mánuðum síðan mjög einurð í þeirri skoðun sinni og fullyrðingu að engin lög hafi verið brotin við þessa framkvæmd. Það hefur aldeilis annað komið á daginn,“ segir Hanna og að full ástæða sé til að rannsaka það frekar. „Ég er ein af þeim sem er, ja, bara í áfalli yfir þessu. Ekki síst með skírskotun í það sem gekk yfir íslenska þjóð fyrir um einum og hálfum áratug síðan. Við verðum að taka af allan vafa um það hvernig þetta ferli átti sér stað ef við ætlum að draga einhvern lærdóm af þessu núna.“ Formenn stjórnarflokkanna þriggja ræddu málið í Pallborðinu á Vísi í morgun þar sem kom fram sterk krafa frá öllum þremur ráðherrum um að stjórnendur bankans þurfi að axla ábyrgð. Spurð um viðbrögð við Pallborðinu á Vísi í morgun segir Hanna að henni hafi heyrst formennirnir samtaka í sínum svörum og að málinu verði lokið með því að kalla til hluthafafundar og stjórnendur til ábyrgðar. „En ég vil kannski minna á það að það er ekkert sem heitir annað hvort eða þar. Það er ekki annað hvort stjórnendur bankans eða pólitíkin. Það er mjög eðlilegt að það sé í minnsta kosti skoðað hvort það séu ekki báðir aðilar,“ segir Hanna og að málinu sé ekki endilega lokið með því að kalla stjórnendur bankans til ábyrgðar. Það sé mögulega meira þarna en að við munum ekki vita það nema að ítarleg rannsóknarskýrsla sé gerð. „Mér finnst svakalega bratt að ganga út frá því að svo sé ekki, sérstaklega í ljósi þess að það sem var gengið út frá með aðkomu bankans, það hefur heldur betur ekki staðist. Ég skil ekki á hvaða forsendum menn gefa sér að allt annað hafi verið í lagi.“ Þetta kannski skiptir líka máli fyrir íslensku þjóðina, að fá þetta allt á yfirborðið? „Ég myndi aldeilis ætla það ef einhver þarf á því að halda þá er það íslensk þjóð sem þarf á því að halda. Eftir þær hremmingar sem hún gekk í gegnum fyrir ekki svo löngu síðan.“ Boðað verður til hluthafafundar hjá bankanum í vikunni. Samkvæmt svörum frá bankanum liggur dagsetning fundarins ekki fyrir fyrr en boðað er til fundar. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá bankastjóra vegna málsins en hún afþakkaði beiðnina, eins og í gær. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum forsætisráðherra. Uppfærð 27.6.2023 klukkan 13:19. Salan á Íslandsbanka Viðreisn Alþingi Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. 27. júní 2023 11:27 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26. júní 2023 21:50 Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður flokksins, segir flokkinn leita til forsætisráðherra fyrst en verði hún ekki við því geti meirihluti þings kallað eftir því að þing komi saman. Forsætisráðherra sagði að loknum fundi ráðherranefndar að hún sjái enga ástæðu til að kalla þing saman. „Við teljum að þessi skýrsla, niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, sem sýnir alvarlegt lögbrot við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka kalli á það að upphafleg beiðni stjórnarandstöðunnar um sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á þessu máli, verði sett á laggirnar núna.“ Hanna segir stjórnvöldum hafa mistekist að gæta að hagsmunum almennings í þessu máli og að þótt svo að tvær skýrslur séu komnar um málið, frá Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitinu, taki þær báðar til afmarkaðs hluta sölunnar. „Við þurfum að klára þessa athugun núna með því að líta til hinnar pólitísku ábyrgðar og skoða aðkomu stjórnvalda og fjármálaráðherra, handhafa eignarinnar, áður en við getum sett punktinn fyrir aftan þetta leiðindamál.“ Í áfalli yfir þessu máli Spurð hvort hún telji meira eiga eftir að koma fram þar segir Hanna Katrín að hún geti ekkert fullyrt um það en að það sem alvarlegra sé að hún geti ekki fullyrt að svo sé ekki. Það vanti púsl í myndina og að aftur sé komin staðfesting á því, með skýrslu Fjármálaeftirlitsins núna. „Ég man ekki betur en að stjórnvöld hafi verið fyrir örfáum mánuðum síðan mjög einurð í þeirri skoðun sinni og fullyrðingu að engin lög hafi verið brotin við þessa framkvæmd. Það hefur aldeilis annað komið á daginn,“ segir Hanna og að full ástæða sé til að rannsaka það frekar. „Ég er ein af þeim sem er, ja, bara í áfalli yfir þessu. Ekki síst með skírskotun í það sem gekk yfir íslenska þjóð fyrir um einum og hálfum áratug síðan. Við verðum að taka af allan vafa um það hvernig þetta ferli átti sér stað ef við ætlum að draga einhvern lærdóm af þessu núna.“ Formenn stjórnarflokkanna þriggja ræddu málið í Pallborðinu á Vísi í morgun þar sem kom fram sterk krafa frá öllum þremur ráðherrum um að stjórnendur bankans þurfi að axla ábyrgð. Spurð um viðbrögð við Pallborðinu á Vísi í morgun segir Hanna að henni hafi heyrst formennirnir samtaka í sínum svörum og að málinu verði lokið með því að kalla til hluthafafundar og stjórnendur til ábyrgðar. „En ég vil kannski minna á það að það er ekkert sem heitir annað hvort eða þar. Það er ekki annað hvort stjórnendur bankans eða pólitíkin. Það er mjög eðlilegt að það sé í minnsta kosti skoðað hvort það séu ekki báðir aðilar,“ segir Hanna og að málinu sé ekki endilega lokið með því að kalla stjórnendur bankans til ábyrgðar. Það sé mögulega meira þarna en að við munum ekki vita það nema að ítarleg rannsóknarskýrsla sé gerð. „Mér finnst svakalega bratt að ganga út frá því að svo sé ekki, sérstaklega í ljósi þess að það sem var gengið út frá með aðkomu bankans, það hefur heldur betur ekki staðist. Ég skil ekki á hvaða forsendum menn gefa sér að allt annað hafi verið í lagi.“ Þetta kannski skiptir líka máli fyrir íslensku þjóðina, að fá þetta allt á yfirborðið? „Ég myndi aldeilis ætla það ef einhver þarf á því að halda þá er það íslensk þjóð sem þarf á því að halda. Eftir þær hremmingar sem hún gekk í gegnum fyrir ekki svo löngu síðan.“ Boðað verður til hluthafafundar hjá bankanum í vikunni. Samkvæmt svörum frá bankanum liggur dagsetning fundarins ekki fyrir fyrr en boðað er til fundar. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum frá bankastjóra vegna málsins en hún afþakkaði beiðnina, eins og í gær. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum forsætisráðherra. Uppfærð 27.6.2023 klukkan 13:19.
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Alþingi Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. 27. júní 2023 11:27 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26. júní 2023 21:50 Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19
Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. 27. júní 2023 11:27
Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19
Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26. júní 2023 21:50
Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26. júní 2023 21:28