Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2023 08:34 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar getur brosað út að eyrum eins og hún gerði í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárskvöld. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira