Innlent

Hannes segir sig úr bæjar­stjórn Kópa­vogs

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar í júlí.
Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar í júlí. Aðsend

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali, ætl­ar að segja af sér sem bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogs­bæ á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á morg­un til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind.

Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar.

Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti.

„Vegna anna finn ég að maður get­ur ekki beitt sér al­veg eins vel í þágu Kópa­vogs­búa eins og maður vill,“ sagði Hann­es í samtali við mbl.is. 

„Það þarf að hafa báðar hend­ur á stýri á fast­eigna­markaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig.

Elísa­bet Berglind Sveins­dótt­ir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hann­es­ar í bæj­ar­stjórn.

Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni

Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar.

Stærstu hlut­hafar fast­eigna­sölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðar­son og Þórarinn Arnar Sæ­vars­son undir for­merkjum fjár­festingar­fé­lagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fast­eigna­sölunni Lind.

Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stolt­ur og þakk­lát­ur Kópa­vogs­bú­um fyr­ir að hafa fengið tæki­færi að vera í bæj­ar­stjórn og vil ég þakka þeim það sér­stak­lega.“

Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn.

Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum.


Tengdar fréttir

Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“

Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann.

Monika tekur við for­mennsku af Hannesi

Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×