Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 09:18 Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, ræðir við fréttamenn í Boston á austurströnd Bandaríkjanna í gær. AP/Steven Senne Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan. Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan.
Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00