Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 09:18 Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, ræðir við fréttamenn í Boston á austurströnd Bandaríkjanna í gær. AP/Steven Senne Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan. Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan.
Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00