„Mér fannst tíminn ekkert líða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2023 22:05 Ásmundur Arnarson á hliðarlínunni í bleytunni í kvöld. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar. „Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“ Besta deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“
Besta deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira