Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttirnar eru í beinni klukkan 12.
Hádegisfréttirnar eru í beinni klukkan 12. Vísir

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um mál manns sem lést eftir líkamsárás á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Maður sem grunaður er um árásina hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Við ræðum einnig við viðskiptaráðherra, sem segir framgöngu stjórnenda Íslandsbanka, í kjölfar sáttar sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, einkennast af virðingarleysi. 

Þá heyrum við frá prófessor í Rússlandsfræðum sem segir að þrátt fyrir að uppreisn Wagner-málaliðahópsins í Rússlandi sé lokið í bili þá sé málinu hvergi nærri lokið. Þá fjöllum við um niðurskurð í heimaþjónustu á Akureyri og fáum að vita hvar besta veitingastað í heimi er að finna. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni, í beinni útsendingu klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×