Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Árni Gísli Magnússon skrifar 21. júní 2023 23:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.” Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.”
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira