Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 09:01 Breiðablik stóð uppi sem sigurvegari á TM-mótinu og það var glatt á hjalla hjá sigurliðinu þegar Svava ræddi við það. Stöð 2 Sport Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. Eyjamærin Svava Kristín Gretarsdóttir var á svæðinu og safnaði efni í þátt Sumarmótanna á Stöð 2 Sport sem sýndur var í gær. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: TM-mótið í Eyjum 2023 Svava ræddi við stelpur úr fjölda liða en tók líka hvali, fyrrverandi landsliðsfólk og kokk mótsins tali, eins og sjá má hér að ofan. Frá árinu 1990 hafa stelpur hvaðanæva af landinu mætt til Eyja á sumrin til að spila á mótinu og í þetta sinn voru þær um 1.100 talsins, í 116 liðum frá 35 félögum. „Það er allt orðið eins og vel smurð vél. Það fara allir í sitt hlutverk og þetta rúllar mjög vel allt saman,“ sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri, sem útskýrði jafnframt af hverju dómararnir virtust kannski hanga helst til mikið í símanum á mótinu. Ástæðan væri jú sú að þeir færðu inn mörk í leikjum jafnharðan. Stelpurnar frá Akranesi skoruðu mörk eins og þeim er eðlislægt.Stöð 2 Sport Hvalirnir alveg jafnspenntir og börnin Svava heilsaði líka upp á mjaldrana Litlu-hvít og Litlu-grá , og ræddi við Línu Katrín Þórðardóttur hjá Sea Life Trust. Stelpurnar fengu að heilsa þessum hvítu hvölum og voru spenntar: „Jú, en þær líka. Þær elska börn og verða alveg brjálaðar þegar þær sjá litla krakka, og eru hérna í útsýnisglugganum. Þannig að það eru allir jafnspenntir, börnin og þær,“ sagði Lína Katrín. Jón Jónsson flutti lagið „Fótbolti úti í Eyjum“ og um það bil 1.000 stelpur tóku vel undir.Stöð 2 Sport Man eftir fjörinu og „tuddurum“ úr ÍBV Á mótinu var einnig fyrrverandi landsliðsfólk eins og Katrín Ómarsdóttir sem nú er þjálfari hjá KR og á, eins og fleiri, kærar minningar úr Eyjum. „Ég man bara að það var gaman. Við fórum að spranga og ég man að ÍBV voru mjög miklir tuddarar. Það situr í mér, en annars bara gaman,“ sagði Katrín sposk á svip. Stelpurnar í Hamri settu sinn svip á mótið með litríkum hætti.Stöð 2 Sport „Verður ekki neitt ef þú étur ekki neitt“ Í veitingasalnum ræddi Svava við Einsa kalda sem sá til þess að stelpurnar hefðu næga orku á mótinu, og var með fjölmörg föt af plokkfiski tilbúin. Íslandsmeistararnir úr handboltaliði ÍBV sáu um að skammta á diskinn og Kári Kristján Kristjánsson grínaðist með að sumir þyrftu nú að borða meira. „Þú verður ekki neitt ef þú étur ekki neitt,“ sagði húmoristinn og línumaðurinn. Í sjokki eftir fyrsta markið í úrslitaleiknum Leikur landsliðsins og pressuliðsins er ómissandi hluti af TM-mótinu en þar vann pressuliðið að þessu sinni, 5-2 sigur. Í úrslitaleik mótsins mættust svo Selfoss og Breiðablik þar sem Blikastelpur höfðu betur, 3-0. Thelma Gautadóttir skoraði eitt mark og Yasmin Ísold Rósa Rodrigues skoraði tvö: „Ég var bara í sjokki,“ sagði Yasmin um fyrsta mark leiksins, sem hún skoraði með föstu skoti af löngu færi, en hún bjóst síst við því að boltinn færi alla leið í netið: „Alls ekki!“ TM-mótið er eitt af Sumarmótunum sem sýnd eru á Stöð 2 Sport í sumar. Næsta mót er Norðurálsmótið sem fram fer á Akranesi nú um helgina. Sumarmótin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Eyjamærin Svava Kristín Gretarsdóttir var á svæðinu og safnaði efni í þátt Sumarmótanna á Stöð 2 Sport sem sýndur var í gær. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: TM-mótið í Eyjum 2023 Svava ræddi við stelpur úr fjölda liða en tók líka hvali, fyrrverandi landsliðsfólk og kokk mótsins tali, eins og sjá má hér að ofan. Frá árinu 1990 hafa stelpur hvaðanæva af landinu mætt til Eyja á sumrin til að spila á mótinu og í þetta sinn voru þær um 1.100 talsins, í 116 liðum frá 35 félögum. „Það er allt orðið eins og vel smurð vél. Það fara allir í sitt hlutverk og þetta rúllar mjög vel allt saman,“ sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri, sem útskýrði jafnframt af hverju dómararnir virtust kannski hanga helst til mikið í símanum á mótinu. Ástæðan væri jú sú að þeir færðu inn mörk í leikjum jafnharðan. Stelpurnar frá Akranesi skoruðu mörk eins og þeim er eðlislægt.Stöð 2 Sport Hvalirnir alveg jafnspenntir og börnin Svava heilsaði líka upp á mjaldrana Litlu-hvít og Litlu-grá , og ræddi við Línu Katrín Þórðardóttur hjá Sea Life Trust. Stelpurnar fengu að heilsa þessum hvítu hvölum og voru spenntar: „Jú, en þær líka. Þær elska börn og verða alveg brjálaðar þegar þær sjá litla krakka, og eru hérna í útsýnisglugganum. Þannig að það eru allir jafnspenntir, börnin og þær,“ sagði Lína Katrín. Jón Jónsson flutti lagið „Fótbolti úti í Eyjum“ og um það bil 1.000 stelpur tóku vel undir.Stöð 2 Sport Man eftir fjörinu og „tuddurum“ úr ÍBV Á mótinu var einnig fyrrverandi landsliðsfólk eins og Katrín Ómarsdóttir sem nú er þjálfari hjá KR og á, eins og fleiri, kærar minningar úr Eyjum. „Ég man bara að það var gaman. Við fórum að spranga og ég man að ÍBV voru mjög miklir tuddarar. Það situr í mér, en annars bara gaman,“ sagði Katrín sposk á svip. Stelpurnar í Hamri settu sinn svip á mótið með litríkum hætti.Stöð 2 Sport „Verður ekki neitt ef þú étur ekki neitt“ Í veitingasalnum ræddi Svava við Einsa kalda sem sá til þess að stelpurnar hefðu næga orku á mótinu, og var með fjölmörg föt af plokkfiski tilbúin. Íslandsmeistararnir úr handboltaliði ÍBV sáu um að skammta á diskinn og Kári Kristján Kristjánsson grínaðist með að sumir þyrftu nú að borða meira. „Þú verður ekki neitt ef þú étur ekki neitt,“ sagði húmoristinn og línumaðurinn. Í sjokki eftir fyrsta markið í úrslitaleiknum Leikur landsliðsins og pressuliðsins er ómissandi hluti af TM-mótinu en þar vann pressuliðið að þessu sinni, 5-2 sigur. Í úrslitaleik mótsins mættust svo Selfoss og Breiðablik þar sem Blikastelpur höfðu betur, 3-0. Thelma Gautadóttir skoraði eitt mark og Yasmin Ísold Rósa Rodrigues skoraði tvö: „Ég var bara í sjokki,“ sagði Yasmin um fyrsta mark leiksins, sem hún skoraði með föstu skoti af löngu færi, en hún bjóst síst við því að boltinn færi alla leið í netið: „Alls ekki!“ TM-mótið er eitt af Sumarmótunum sem sýnd eru á Stöð 2 Sport í sumar. Næsta mót er Norðurálsmótið sem fram fer á Akranesi nú um helgina.
Sumarmótin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01