Biðu í margar klukkustundir eftir Ronaldo: „Má ég fá treyjuna þína“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2023 14:01 Þessi ungi íslenski stuðningsmaður Ronaldo hafði lagt mikið á sig Vísir/Samsett mynd Segja má að algjört Ronaldo-æði hafi gripið um sig í Reykjavík í gær í tengslum við leik portúgalska landsliðsins við það íslenska í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli. Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu. Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu.
Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12
Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06