Manchester United sagðir undirbúa tilboð í Jordan Pickford Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Jordan Pickford er markvörður Everton og enska landsliðsins Twitter@WhoScored Fjölmargir breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að orðið á götunni sé að Manchester United séu að undirbúa 45 milljóna punda tilboð í Jordan Pickford, markvörð Everton. Samningur David de Gea við United rennur út um mánaðarmótin. De Gea skrifaði undir fjögurra ára samning við United 2019 og er launahæsti leikmaður félagsins með 375.000 pund í laun á viku. Samingaviðræður um nýjan samning hafa verið í gangi en talið er að United vilji lækka laun de Gea í 200.000 pund á viku. Það væri vissulega töluverð launalækkun fyrir de Gea, en samt engin lúsarlaun. Tilboð United í Pickford er sagt fela í sér þessi sömu laun, þ.e. 200.000 pund á viku, sem myndi tvöfalda þá upphæð sem hann þénar nú hjá Everton. Everton er með hæsta launakostnað allra liða í deildinni fyrir utan topp sex, en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarinnar og stjórnendur liðsins horfa eflaust hýru auga til þess að lækka launakostnað liðsins. De Gea verður eins og áður sagði samningslaus 1. júlí en hefur enn sem komið er ekki verið sagður formlega á förum frá United þar sem nýr samningur er á borðinu. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, bæði frá aðdáendum liðsins og stjóra þess, Eric ten Hag, en það verður ekki af honum tekið að enginn hélt oftar hreinu en hann í deildinni í vetur, eða 17 sinnum, og hlaut hann gullhanskann að launum. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30 De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
De Gea skrifaði undir fjögurra ára samning við United 2019 og er launahæsti leikmaður félagsins með 375.000 pund í laun á viku. Samingaviðræður um nýjan samning hafa verið í gangi en talið er að United vilji lækka laun de Gea í 200.000 pund á viku. Það væri vissulega töluverð launalækkun fyrir de Gea, en samt engin lúsarlaun. Tilboð United í Pickford er sagt fela í sér þessi sömu laun, þ.e. 200.000 pund á viku, sem myndi tvöfalda þá upphæð sem hann þénar nú hjá Everton. Everton er með hæsta launakostnað allra liða í deildinni fyrir utan topp sex, en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarinnar og stjórnendur liðsins horfa eflaust hýru auga til þess að lækka launakostnað liðsins. De Gea verður eins og áður sagði samningslaus 1. júlí en hefur enn sem komið er ekki verið sagður formlega á förum frá United þar sem nýr samningur er á borðinu. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, bæði frá aðdáendum liðsins og stjóra þess, Eric ten Hag, en það verður ekki af honum tekið að enginn hélt oftar hreinu en hann í deildinni í vetur, eða 17 sinnum, og hlaut hann gullhanskann að launum.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30 De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00
Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30
De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00