Rauð spjöld og níðsöngvar er Bandaríkin fóru í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2023 10:31 Cesar Montes sá til þess að sauð upp úr í viðureign Bandaríkjana og Mexíkó í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku í nótt. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Bandaríkjamenn unnu öruggan 3-0 sigur er liðið mætti Mexíkó í undanúrslitum Þjóðardeildar Norður- og Mið-Ameríku í nótt. Það eru þó ekki úrslit leiksins sem vekja mesta athygli, heldur lætin sem áttu sér stað á meðan leik stóð. Bandaríkin mæta Kanada í úrslitum næstkomandi mánudag eftir sigurinn gegn Mexíkó í nótt, en Kanada hafði betur gegn Panama í hinum undanúrslitaleiknum, 2-0. Christian Pulisic kom Bandaríkjamönnum yfir gegn Mexíkó í nótt á 37. mínútu áður en hann bætti öðru marki liðsins við strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eins og svo oft áður þegar þessar þjóðir mætast var þó allt á suðupunkti og þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka sauð loks upp úr. Cesar Montes gerðist þá sekur um ljótt brot þegar hann sparkaði Folarin Balagun til jarðar og við það brutust út mikil slagsmál. Weston McKennie, leikmaður Juventus, virtist vera miðpunktur slagsmálanna og hann var að lokum rekinn af velli fyrir að taka Jorge Sanchez hálstaki. CHAOS DURING USA VS. MEXICO MATCH 😳(via @CBSSportsGolazo)pic.twitter.com/mtRVTh1J6k— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2023 Ricardo Pepi bætti svo þriðja marki Bandaríkjamanna við á 79. mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stuttu síðar brutust svo út önnur hópslagsmál sem enduðu með því að bæði lið misstu mann af velli. Sergino Dest var rekinn af velli úr liði Bandaríkjanna og mexíkóski varamaðurinn Gerardo Arteaga fór sömu leið. Látunum var þó ekki lokið því undir lok leiksins gerði dómari leiksins hlé á leiknum. Ástæðan fyrir því var að glösum rigndi inn á völlinn úr áhorfendastúkunni og níðsöngvar um samkeynhneigða ómuðu. Áhorfendur voru látnir vita af því að hætta þyrfti leik ef níðsöngvarnir myndu halda áfram og þeim söngvum var því sem betur fer hætt. Dómari leiksins flautaði að lokum til leiksloka þegar aðeins um sex af þeim tólf mínútum sem hafði verið bætt við höfðu verið spilaðar. Niðurstaðan 3-0 sigur Bandaríkjanna í leik sem verður líklega seint minnst fyrir úrslitin. Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Bandaríkin mæta Kanada í úrslitum næstkomandi mánudag eftir sigurinn gegn Mexíkó í nótt, en Kanada hafði betur gegn Panama í hinum undanúrslitaleiknum, 2-0. Christian Pulisic kom Bandaríkjamönnum yfir gegn Mexíkó í nótt á 37. mínútu áður en hann bætti öðru marki liðsins við strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Eins og svo oft áður þegar þessar þjóðir mætast var þó allt á suðupunkti og þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka sauð loks upp úr. Cesar Montes gerðist þá sekur um ljótt brot þegar hann sparkaði Folarin Balagun til jarðar og við það brutust út mikil slagsmál. Weston McKennie, leikmaður Juventus, virtist vera miðpunktur slagsmálanna og hann var að lokum rekinn af velli fyrir að taka Jorge Sanchez hálstaki. CHAOS DURING USA VS. MEXICO MATCH 😳(via @CBSSportsGolazo)pic.twitter.com/mtRVTh1J6k— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2023 Ricardo Pepi bætti svo þriðja marki Bandaríkjamanna við á 79. mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Stuttu síðar brutust svo út önnur hópslagsmál sem enduðu með því að bæði lið misstu mann af velli. Sergino Dest var rekinn af velli úr liði Bandaríkjanna og mexíkóski varamaðurinn Gerardo Arteaga fór sömu leið. Látunum var þó ekki lokið því undir lok leiksins gerði dómari leiksins hlé á leiknum. Ástæðan fyrir því var að glösum rigndi inn á völlinn úr áhorfendastúkunni og níðsöngvar um samkeynhneigða ómuðu. Áhorfendur voru látnir vita af því að hætta þyrfti leik ef níðsöngvarnir myndu halda áfram og þeim söngvum var því sem betur fer hætt. Dómari leiksins flautaði að lokum til leiksloka þegar aðeins um sex af þeim tólf mínútum sem hafði verið bætt við höfðu verið spilaðar. Niðurstaðan 3-0 sigur Bandaríkjanna í leik sem verður líklega seint minnst fyrir úrslitin.
Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira