Fótbolti

Lionel Messi aldrei verið sneggri að skora en í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
Messi virðist eiga nóg eftir á tanknum
Messi virðist eiga nóg eftir á tanknum Vísir/AP

Lionel Messi, sem fagnar 36 ára afmæli sínu eftir níu daga, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum enn. Í vináttulandsleik Argentínu og Ástralíu sem fram fór fyrr í dag skoraði hann eftir aðeins 81 sekúndu leik, og hefur aldrei verið sneggri að koma boltanum í markið.

Það var enginn heppnisstimpill yfir þessu marki. Argentínumenn unnu boltann ofarlega á vellinum, Messi fékk boltann rétt fyrir utan teig, lék á einn varnarmann og lét þrumufleyg vaða utarlega til vinstri og Mathew Ryan markvörður Ástralíu átti aldrei möguleika á að verja.

Þetta voru ekki einu tilþrifin sem Messi bauð upp á í leiknum en hann lék varnarmenn Ástralíu oft grátt eins og sést í klippunni hér að neðan.

Leikurinn fór fram í Peking í Kína en Messi er afar vinsæll þar um slóðir. Raunar svo vinsæll að einn æstur aðdáandi stóðst ekki freistingu og hljóp inn á völlinn þegar færi gafst til að faðma Messi.


Tengdar fréttir

Messi staðfestir skiptin til Inter Miami

Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter.

Vinir Messi orðaðir við Inter Miami

Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012.

Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas

Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×