Alfreð vill vera áfram hjá Lyngby en Arnór er á leiðinni frá Nörrköping og fer ekki aftur til Rússlands Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 20:15 Arnór Sigurðsson er á förum frá sínu liði en Alfreð vill vera kyrr. Vísir/einar Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því þegar hann vann síðast með Age Hareide fyrir rúmlega áratugi síðan. Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM á þjóðhátíðardaginn á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Þetta verður fyrsti leikur landsliðsins undir stjórn Age Hareide en Alfreð vann með Norðmanninum þegar hann var hjá Helsingborg árið 2012. „Við erum báðir rúmlega tíu árum eldri núna og við höfum báðir tekið okkar skref þar á milli. Ég hafði mjög góða reynslu af honum í Helsingborg. Hann kom inn og breytti strax öllu fyrir klúbbinn á þeim tíma og við fórum á svakalegt rönn þegar hann tók við. Það er bara vonandi að það verður það sama upp á teningnum hér. Það gekk bæði gríðarlega vel hjá liðinu og mér persónulega þegar hann tók við mér síðast. Hann er það reyndur og hann er að reyna koma fram einföldum skilaboðum inn í liðið og hefur núna viku til að gera okkur klára í þessa tvo leiki.“ Alfreð var á máli hjá danska félaginu Lyngby í vetur sem bjargaði sér á lygilegan hátt frá falli en liðið er undir stjórn Freys Alexanderssonar. Nett geðveikur „Þetta var í raun ótrúlegt. Við vorum sextán stigum frá öruggu sæti um jólin. Á sama tíma trúðu menn þarna og Freysi hélt hópnum gangandi allan tímann. Maður sá það þegar maður byrjaði aftur í janúar að það var gríðarlega hátt tempó og standard á öllu þó að þetta væri mjög óraunhæft á þeim tíma. Maður þurfti að vera nett geðveikur að trúa á þetta allan tímann.“ Hann segir vilja vera áfram hjá félaginu. „Það er vilji frá mér og klúbbnum að ég verði þarna eitt ár í viðbót og það mun vonandi hafast á næstunni.“ Framtíð landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar er einnig óljós en hann hefur verið á láni frá CSKA Moskva hjá Nörrköping í vetur. „Ég er samningslaus hjá Nörrköping en á enn þá eitt ár eftir af samningi út í Rússlandi. Eins og staðan er núna er óljóst hvað verður en vonandi fer það að skýrast á næstunni svo ég geti farið að einbeita mér að nýrri áskorun. Það eru litlar líkur á því að ég fari aftur til Rússlands,“ segir Arnór en hér að neðan má sjá viðtalið við landsliðsmennina tvo úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira