Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:30 Claudio Ranieri sýndi hvers hann er enn megnugur með því að stýra Cagliari upp úr erfiðri stöðu. Getty/Luca Diliberto Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona. Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Ítalski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira
Ranieri, sem líklega er þekktastur fyrir að gera Leicester að Englandsmeistara árið 2016, vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Cagliari úr C-deild og upp í efstu deild á árunum 1988-1990, og eftir langan þjálfaraferil og viðkomu hjá fjölda stórliða sneri hann aftur til Cagliari fyrir hálfu ári síðan. Ítalinn hélt ekki aftur af tilfinningum sínum í gær, þegar ljóst varð að Cagliari kæmist aftur í deild þeirra bestu, og leyfði tárunum að flæða enda afrekið mikið. Look at the pure passion from Claudio Ranieri as Cagliari secure promotion to the Serie A... incredible. pic.twitter.com/1AZGWiEnh5— EuroFoot (@eurofootcom) June 11, 2023 Cagliari hafði slegið út Parma í undanúrslitum umspils um sæti í A-deild, og vann svo Bari samanlagt 2-1 í úrslitum umspilsins. Það gat þó ekki tæpara staðið að Cagliari færi upp. Liðið þurfti sigur í gær á útivelli, eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum, því ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan hefði Bari farið upp út af því að liðið endaði ofar í stöðutöflunni. Sigurmark Cagliari kom ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Leonardo Pavoletti, sem Ranieri var nýbúinn að skipta inn á, skoraði. Verona sendi Spezia niður Cagliari tekur þar með sæti Spezia sem féll niður í B-deild í gær eftir sérstakan umspilsleik við Hellas Verona. Spezia hafði endað fyrir ofan Verona í A-deildinni, hvort sem horft er til markatölu eða innbyrðis úrslita, en nýjar reglur tóku gildi í vetur varðandi lið sem verða jöfn að stigum í 17. og 18. sæti. Nýju reglurnar þýddu að liðin þurftu að mætast á hlutlausum leikvangi í einum úrslitaleik um áframhaldandi veru í A-deildinni, og Verona vann 3-1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Ítalski boltinn Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira