Fótbolti

Pep sá fyrsti í sögunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola er einstakur þjálfari.
Pep Guardiola er einstakur þjálfari. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari.

Pep vann þrennuna með Barcelona á sínu fyrstu tímabili sem þjálfari liðsins. Komst hann þá í fámennan hóp þjálfara sem höfðu unnið þrennu en enginn þjálfari í sögunni hafði unnið þrennuna tvisvar. Það er þangað til í kvöld.

Sigurinn í kvöld þýðir að Pep Guardiola hefur nú unnið þrennuna tvívegis. Hann er sá eini í sögunni sem hefur afrekað það.

Alls hefur Guardiola nú unnið 33 stóra titla á ferli sínum.


Tengdar fréttir

Manchester City Evrópumeistari 2023

Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×