Bæði félögin voru kærð vegna þess að stuðningsmenn köstuðu hlutum inn á völlinn. Cristiano Biraghi, fyrirliði Fiorentina, fékk meðal annars gat á höfuðið eftir að hafa fengið glas í sig frá stuðningsmönnum West Ham.
West Ham var einnig kært vegna þess að stuðningsmenn þeirra fóru inn á völlinn.
Stuðningsmenn Fiorentina kveiktu á flugeldum á meðan á leik stóð. Það er að sjálfsögðu stranglega bannað og félagið því kært af UEFA.
Lögreglan í Prag segir að 23 stuðningsmenn hafi verið handteknir. Einungis einn þeirra var stuðningsmaður West Ham en restin voru stuðningsmenn Fiorentina sem réðust að stuðningsmönnum West Ham á bar eftir leik.
Eflaust verða lætin ekki minni eftir leik Manchester City og Inter Milan í kvöld í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.