Kjarabót fyrir öryrkja muni ekki setja þjóðarbúið á hliðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 12:41 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ segir pólitískan vilja það eina sem þurfi til að kaupmáttur þeirra sem höllustum fæti standa verði varinn. Aðgerir ríkisstjórnarinnar dugi ekki til. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“ Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“
Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32
Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01