Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júní 2023 13:01 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir nauðsynlegt að hækka örorkubætur verulega. Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10
Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24