Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júní 2023 13:01 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir nauðsynlegt að hækka örorkubætur verulega. Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10
Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent