Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 11:00 Bjarni Benediktsson segir ekkert óvænt í pípunum varðandi ráðherraskipti. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira