Innlent

Ríkis­kaup vilja skýringar á inn­kaupum Ríkis­lög­reglu­stjóra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu.
Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu. Vísir/Vilhelm

Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun og vitnað í svör frá Ríkiskaupum.

Ríkiskaup eru sögð hafa lagt áherslu á að undantekningum á útboðsskyldu skuli ekki beitt nema „á grundvelli lagaheimilda og að vel ígrunduðu máli“.

Greint hefur verið frá því að fyrir leiðtogafundinn keypti lögregla vopn og annan búnað fyrir meira en 300 milljónir króna. Endanlegur kostnaður liggur hins vegar ekki fyrir og þá hafa ekki fengist svör við því hversu mörg vopn voru keypt.

Morgunblaðið greinir frá því að kaupin á búnaði hafi ekki farið í gegnum útboð á vegum Ríkiskaupa heldur ákvað Ríkislögreglustjóri að fara í bein samningskaup. Ef marka má tilkynningu á vef lögreglunnar um kaupin, má ætla að það hafi ráðið nokkru að skammur tími var til stefnu.


Tengdar fréttir

Óskar eftir ná­kvæmum upp­lýsingum um hvaða byssur voru keyptar

Þing­maður Pírata hefur óskað eftir ná­kvæmum upp­lýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leið­toga­fundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þing­maðurinn segir ekki hægt að veita lög­reglu meira vald án að­komu þjóðarinnar.

Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti.

Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×