Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 15:22 Gríðarlegur viðbúnaður var í miðborginni vegna leiðtogafundarins. Umboðsmaður spyr nú út í veru erlendra vopnaðra lögregluþjóna hér á landi. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu. Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu.
Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira