Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 15:22 Gríðarlegur viðbúnaður var í miðborginni vegna leiðtogafundarins. Umboðsmaður spyr nú út í veru erlendra vopnaðra lögregluþjóna hér á landi. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu. Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu.
Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira